Verksamningi við þjótanda breytt

Svo var bókað á fundi Hreppsráðs Rangárþings ytra þann 28. september 2010:

Staða í framkvæmdum sem samið var um við Þjótanda ehf. í stað verksamnings um Öldur III:

Samkvæmt samkomulagi sem gert var við Þjótanda ehf. 7.4.2010 voru eftirstöðvar samnings um  Öldur III, þiðja áfanga, 96,6mkr. en vegna breyttra aðstæðna var framkvæmdin sett í bið.  Þess í stað var samið við verktakann að hann fengi verkefni við lóðarframkvæmdir á Suðurlandsvegi 1-3, nýtt iðnaðarhverfi við Dynskála og gerð sparkvallar í Þykkvabæ.

Í ljósi þess að ekki var búið að vinna deiliskipulag fyrir miðbæ Hellu (sbr. 6.lið á 6. fundi hreppsnefndar 2/9 ´10) áður en framkvæmdir við lóð Suðurlandsvegar 1-3 hófust þá var öllum frekari lóðarframkvæmdum frestað þar til nýtt deiliskipulag hefur öðlast gildi samkvæmt lögum er varðar framkvæmdir sem þessar.