Falleinkunn í Rangárþingi ytra

Fulltrúar Á-lista í Rangárþingi ytra báru upp tillögu á fundi sveitarstjórnar þann 8. október síðastliðinn um að hefja beinar útsendingar frá sveitarstjórnarfundum um næstu áramót. Tilgangur tillögunnar var að færa stjórnsýsluna nær íbúum þannig að þeir geti horft og hlustað hvar sem er í rauntíma. Rangárþing ytra lagði nýlega út í tugi milljóna kostnað við  …

Falleinkunn í Rangárþingi ytra Read More »

Staða byggingarsjóðs Lundar í árslok 2019

Úr ársreikningi Rangárþings ytra 2019 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur: Sveitarfélagið hefur staðið að byggingu hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar. Heimilið er rekið sem sjálfstæðstofnun en vistgjöldum er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði þess. Gerð eru sérstök reikningsskil fyrirstofnunina Sveitarfélagið hefur ábyrgst yfirdráttarlán Byggingarsjóðs Lundar allt að 50,0 millj. kr. Staða yfirdráttarins í árslok2019 nemur 47,6 millj. …

Staða byggingarsjóðs Lundar í árslok 2019 Read More »

Tillaga – gjaldfrjáls mötuneyti

Tillaga um gjaldfrjáls mötuneyti Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum. Margrét Harpa GuðsteinsdóttirSteindór TómassonYngvi Harðarson Tillögunni vísað til byggðarráðs til frekari greiningar og afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Tilvísun: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/517

Hverjar eru þínar áherslur?

Nú eru sveitarstjórnarkosningar framundan og gefst okkur íbúum þá tækifæri til að velja þá sem við treystum best til að fara með stjórn sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Á-listinn í Rangárþingi ytra býður fram öflugan hóp, sem samanstendur af ólíku fólki með brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Hóp sem vill vinna að því að móta skýra …

Hverjar eru þínar áherslur? Read More »

Má bjóða þér í kaffi?

Ég er best við eldhúsborðið, helst með kaffibolla í hönd, þá hef ég öll svörin. Ég er ótrúlega bjartsýn og finnst að það hljóti að vera til lausnir við öllum vandamálum. Sumar lausnir eru erfiðar, ennþá erfiðara að framkvæma þær og sjaldan eru allir á eitt sáttir um að lausnin sé hin eina rétta. Við …

Má bjóða þér í kaffi? Read More »

Margrét Harpa leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra

Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn og öll eru þau reiðubúin til að vinna af krafti fyrir sveitarfélagið með hagsmuni allra að leiðarljósi, eins og segir í tilkynningu. Af þeim fjórtán …

Margrét Harpa leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra Read More »

Samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórn

„Það er frábært að búa hérna. Hér er fullt af tómstundum og íþróttastarfi fyrir börn og fullorðna. Leikskólagjöldin eru með þeim lægstu á landinu og næg vinna fyrir þá sem vilja vinna,“ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarkona í Lambhaga á Rangárvöllum. Margrét og Ómar Helgason reka ásamt öðrum eitt stærsta nautgripabú landsins og …

Samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórn Read More »

Yngvi Karl leiðir Á-listann

Yngvi Karl Jónsson, forstöðumaður á Geldingalæk, mun leiða Á-listann í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, matráður og bóndi í Lambhaga er í 2. sæti. Búið er að raða niður í sex efstu sæti listans en Á-listinn fékk tæp 60% atkvæða í kosningunum 2010 og var í meirihluta allt þar til Margrét Ýrr …

Yngvi Karl leiðir Á-listann Read More »

Á-listinn býður fram í vor

Á fundi fulltrúa Á-listans í Rangárþingi ytra í vikunni var staðfest að listinn muni bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Listinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu listans. Einhugur ríkti á fundinum og mikill áhugi er á að halda áfram að vinna að málefnum sveitarfélagsins með þeirri hugmyndafræði sem er grundvöllur …

Á-listinn býður fram í vor Read More »

Á-listinn vill víkja Drífu frá störfum

Minnihlutinn í Á-listanum í Rangárþingi ytra vill að Drífu Hjartardóttur, sveitarstjóra, verði vikið tímabundið frá störfum á meðan rannsökuð er ástæða uppsagnar starfsmanns á skrifstofu sveitarfélagsins. Tillagan minnihlutans var sett fram vegna bréfs sem barst sveitarstjórn frá fimm starfsmönnum á skrifstofu Rangárþings ytra vegna uppsagnar starfsmanns á skrifstofunni. Starfsmaðurinn er varafulltrúi Á-listans í hreppsnefndinni og …

Á-listinn vill víkja Drífu frá störfum Read More »

Gunnsteinn R: Unnið af heilindum fyrir alla

Undirritaður tók við starfi sveitarstjóra Rangárþings ytra 1. september 2010. Sveitarstjórn hafði, að afloknum sveitarstjórnarkosningum, auglýst eftir sveitarstjóra og að því er ég best veit sóttu 38 einstaklingar um starfið. Við fjölskyldan bjuggum erlendis á þessum tíma og tókum ákvörðun um að flytjast til Íslands, nánar tiltekið á Hellu enda mál þannig lögð fyrir okkur …

Gunnsteinn R: Unnið af heilindum fyrir alla Read More »

Traðkað á lýðræðinu í Rangárþingi ytra

Við undirritaðir búum á Hellu og sitjum í sveitarstjórn Rangárþings ytra fyrir Á-listann. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2010 hlaut Á-listinn yfirburða kosningu og fékk 494 atkvæði. D-listanum var hafnað og fékk hann 360 atkvæði. Þau sorglegu tíðindi gerðust nú nýverið að ein úr okkar fjögurra manna hópi í meirihluta ákveður að skipta um lið og …

Traðkað á lýðræðinu í Rangárþingi ytra Read More »

Tillaga – Fjölskyldugarður á Hellu

12.Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu. Á-listinn leggur til að hafinn verði undirbúningur að stofnun fjölskyldugarðs í líkingu við Raggagarð á Súðavík (raggagardur.is). Kannaður verði áhugi íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og skóla á þátttöku í verkefninu. Tillagan er samþykkt og er formanni íþróttanefndar og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna að verkefninu í samráði …

Tillaga – Fjölskyldugarður á Hellu Read More »

Tillaga – Deiliskipulag á gaddstöðum

11. Tillaga Á-lista; Deiliskipulag á Gaddstöðum. Ingvar Pétur Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi. Lagt er til að unnið verði að deiliskipulagi á Gaddstaðaflötum til þess að hægt sé að nýta alla möguleika svæðisins sem best. Greinargerð: Gera þarf ráð fyrir útivistarsvæði  fyrir íbúa, hesthúsabyggð og skapa …

Tillaga – Deiliskipulag á gaddstöðum Read More »

Menningarhús á Hellu

Rangárþing ytra, Ásahreppur og Oddasókn undirrituðu í síðustu viku samning um menningarhús, til eflingar menningarstarfs og félagsstarfs eldri borgara. „Menningarhúsið“ verður starfrækt í nýju húsnæði Oddasóknar á Hellu. Oddasókn mun sjá um reksturinn í samstarfi við þau félög sem aðstöðuna munu nýta og sveitarfélögin leggja til fjárframlög til samstarfsins. Félagasamtök í sveitarfélögunum fá aðgang að …

Menningarhús á Hellu Read More »

Þykkvibær verður þéttbýli á ný

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur afturkallað ákvörðun fyrri sveitarstjórnar frá í vor um að skilgreina Þykkvabæ sem dreifbýli. Þykkvibær er því þéttbýli áfram og er ákvörðunin tekin í samráði við Skipulagsstofnun. „Við vildum verða við vilja íbúa þarna um að halda þessu áfram sem þéttbýli og viðhalda þannig sög­unni,“ sagði Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, í samtali við …

Þykkvibær verður þéttbýli á ný Read More »

Á-listinn opnar fyrir hugmyndagátt

Þann 18. nóvember 2010 lagði Á-listinn fram tillögu á fundi hreppsráðs um að opna fyrir hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. 12. Tillaga frá Á-lista um hugmyndagátt á heimasíðu Rangárþings ytra; mótt. 16. nóv. 2010.Tillaga um að opnaður verði vettvangur á heimasíðu Rangárþings ytra þar sem íbúar og velunnarar sveitarfélagsins geta varpað fram hugmyndum sínum eða komið …

Á-listinn opnar fyrir hugmyndagátt Read More »

Verksamningi við þjótanda breytt

Svo var bókað á fundi Hreppsráðs Rangárþings ytra þann 28. september 2010: Staða í framkvæmdum sem samið var um við Þjótanda ehf. í stað verksamnings um Öldur III: Samkvæmt samkomulagi sem gert var við Þjótanda ehf. 7.4.2010 voru eftirstöðvar samnings um  Öldur III, þiðja áfanga, 96,6mkr. en vegna breyttra aðstæðna var framkvæmdin sett í bið.  …

Verksamningi við þjótanda breytt Read More »