Meirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra

Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál vann sögulegan sigur í kosningunum í Rangárþingi ytra og felldi meirihluta D-listans í spennandi kosningum.

Aðeins munaði ellefu atkvæðum þegar talið hafði verið upp úr kössunum en kjörstjórn taldi atkvæðin sex sinnum, vegna þess hversu mjótt var á munum.

Á-listinn fékk 493 atkvæði 50,6% atkvæða og fjóra menn kjörna og D-listi Sjálfstæðisflokksins fékk 482 atkvæði 49,4% atkvæða og þrjá menn kjörna.

Kjörsókn var 74,2% en alls greiddu 1.007 atkvæði. Auðir seðlar voru 23 og ógildir 9.

Sveitarstjórn verður þannig skipuð:
(Á) Eggert Valur Guðmundsson
(Á) Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
(Á) Erla Sigríður Sigurðardóttir
(Á) Þórunn Dís Þórunnardóttir
(D) Ingvar Pétur Guðbjörnsson
(D) Eydís Þorbjörg Indriðadóttir
(D) Björk Grétarsdóttir