Traðkað á lýðræðinu í Rangárþingi ytra

Við undirritaðir búum á Hellu og sitjum í sveitarstjórn Rangárþings ytra fyrir Á-listann. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2010 hlaut Á-listinn yfirburða kosningu og fékk 494 atkvæði. D-listanum var hafnað og fékk hann 360 atkvæði. Þau sorglegu tíðindi gerðust nú nýverið að ein úr okkar fjögurra manna hópi í meirihluta ákveður að skipta um lið og […]

Traðkað á lýðræðinu í Rangárþingi ytra Read More »

Tillaga – Fjölskyldugarður á Hellu

12.Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu. Á-listinn leggur til að hafinn verði undirbúningur að stofnun fjölskyldugarðs í líkingu við Raggagarð á Súðavík (raggagardur.is). Kannaður verði áhugi íbúa, félagasamtaka, fyrirtækja og skóla á þátttöku í verkefninu. Tillagan er samþykkt og er formanni íþróttanefndar og formanni atvinnumálanefndar falið að vinna að verkefninu í samráði

Tillaga – Fjölskyldugarður á Hellu Read More »

Ályktun Þjórsársveita um tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun

Eftirfarandi ályktun ásamt greinargerð er sett saman í framhaldi af fundi framkvæmdanefndar Þjórsársveita sem haldinn var í Þingborg 12. apríl 2012.  Ályktunin er send ráðherrum iðnaðar- og umhverfismála, nefndasviði Alþingis, þingmönnum Suðurkjördæmis og fjölmiðlum.

Ályktun Þjórsársveita um tillögu verkefnisstjórnar um rammaáætlun Read More »

Tillaga – Deiliskipulag á gaddstöðum

11. Tillaga Á-lista; Deiliskipulag á Gaddstöðum. Ingvar Pétur Guðbjörnsson vekur athygli á hugsanlegu vanhæfi sínu til afgreiðslu málsins og víkur af fundi. Lagt er til að unnið verði að deiliskipulagi á Gaddstaðaflötum til þess að hægt sé að nýta alla möguleika svæðisins sem best. Greinargerð: Gera þarf ráð fyrir útivistarsvæði  fyrir íbúa, hesthúsabyggð og skapa

Tillaga – Deiliskipulag á gaddstöðum Read More »

Menningarhús á Hellu

Rangárþing ytra, Ásahreppur og Oddasókn undirrituðu í síðustu viku samning um menningarhús, til eflingar menningarstarfs og félagsstarfs eldri borgara. „Menningarhúsið“ verður starfrækt í nýju húsnæði Oddasóknar á Hellu. Oddasókn mun sjá um reksturinn í samstarfi við þau félög sem aðstöðuna munu nýta og sveitarfélögin leggja til fjárframlög til samstarfsins. Félagasamtök í sveitarfélögunum fá aðgang að

Menningarhús á Hellu Read More »

Þykkvibær verður þéttbýli á ný

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur afturkallað ákvörðun fyrri sveitarstjórnar frá í vor um að skilgreina Þykkvabæ sem dreifbýli. Þykkvibær er því þéttbýli áfram og er ákvörðunin tekin í samráði við Skipulagsstofnun. „Við vildum verða við vilja íbúa þarna um að halda þessu áfram sem þéttbýli og viðhalda þannig sög­unni,“ sagði Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, í samtali við

Þykkvibær verður þéttbýli á ný Read More »

Á-listinn opnar fyrir hugmyndagátt

Þann 18. nóvember 2010 lagði Á-listinn fram tillögu á fundi hreppsráðs um að opna fyrir hugmyndagátt á heimasíðu sveitarfélagsins. 12. Tillaga frá Á-lista um hugmyndagátt á heimasíðu Rangárþings ytra; mótt. 16. nóv. 2010.Tillaga um að opnaður verði vettvangur á heimasíðu Rangárþings ytra þar sem íbúar og velunnarar sveitarfélagsins geta varpað fram hugmyndum sínum eða komið

Á-listinn opnar fyrir hugmyndagátt Read More »

Verksamningi við þjótanda breytt

Svo var bókað á fundi Hreppsráðs Rangárþings ytra þann 28. september 2010: Staða í framkvæmdum sem samið var um við Þjótanda ehf. í stað verksamnings um Öldur III: Samkvæmt samkomulagi sem gert var við Þjótanda ehf. 7.4.2010 voru eftirstöðvar samnings um  Öldur III, þiðja áfanga, 96,6mkr. en vegna breyttra aðstæðna var framkvæmdin sett í bið. 

Verksamningi við þjótanda breytt Read More »

Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu

34. fundur hreppsnefndar Rangárþings ytra, haldinn að Suðurlandsvegi 3, Hellu, fimmtudaginn 6. september 2012, kl. 15:00 Mætt eru Guðfinna Þorvaldsdóttir, Magnús H. Jóhannsson, Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, Steindór Tómasson, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Katrín Sigurðardóttir og Sigríður Th. Kristinsdóttir í forföllum Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, Þorgils Torfa Jónssonar og Önnu Maríu Kristjánsdóttur.  Einnig situr fundinn Gunnsteinn R. Ómarsson,

Tillaga Á-lista um undirbúning að gerð Fjölskyldugarðs á Hellu Read More »

Tillaga – Ráðning sveitarstjóra

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar þann 20. júlí 2010: Tillaga um að oddvita verði falið að ganga frá ráðningarsamningi við Gunnstein R. Ómarsson á grundvelli upplýsinga sem liggja fyrir fundinum.  Fram kom að Gunnsteinn hefur störf 1. september nk. Samþykkt samhljóða. Guðfinnu Þorvaldsdóttur er falið að gegna starfi sveitarstjóra fram til 1. september nk. 

Tillaga – Ráðning sveitarstjóra Read More »

Gunnsteinn ráðinn í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ráðið Gunnstein R. Ómarsson í starf sveitarstjóra. Gunnsteinn hefur verið búsettur í Danmörku síðustu misseri en hann var sveitarstjóri í Skaftárhreppi kjörtímabilið 2002-2006. Hann kemur til starfa 1. september nk. og mun Guðfinna Þorvaldsdóttir, oddviti, gegna stöðu sveitarstjóra fram að því. Magnús Hrafn Jóhannsson varaoddviti gegnir embætti oddvita á meðan.

Gunnsteinn ráðinn í Rangárþingi ytra Read More »

36 umsækjendur í Rangárþingi ytra

Í Rangárþingi ytra sóttu 36 um stöðu sveitarstjóra en umsóknarfrestur rann út 30. júní. Meðal umsækjenda eru Andrés Sigurvinsson, verkefnisstjóri hjá Árborg, Ásgeir Magnússon, forstöðumaður Skrifstofu atvinnulífsins á Norðurlandi, Gunnsteinn R. Ómarsson, fv. sveitarstjóri í Skaftárhreppi, Indriði Indriðason, fjármálastjóri Rangárþings ytra og Ragnar Jörundsson fv. bæjarstjóri Vesturbyggðar. Meðal annarra umsækjenda eru Björn Rúriksson, ljósmyndari, Einar

36 umsækjendur í Rangárþingi ytra Read More »

Tillaga – Heimasíða sveitarfélagsins endurnýjuð

Svo var bókað 14. júní 2010 á fyrsta fundi sveitarstjórnar: Sveitarstjórn vill opna stjórnsýsluna betur fyrir íbúum með því að efla heimasíðu sveitarfélagsins með því markmiði að auglýsa sveitarfélagið og gera upplýsingar um stjórnsýsluna aðgengilegri fyrir íbúa.  Sveitarstjórn mun kappkosta að upplýsa íbúa um það sem fram fer í stjórnsýslunni svo sem lög leyfa, því

Tillaga – Heimasíða sveitarfélagsins endurnýjuð Read More »

Bókun – Suðurlandsvegur 1-3, staða mála

Svo var bókað á fundi sveitarstjórnar þann 14. júní 2010: Sveitarstjórn leggur áherslu á að opnuð verði Krónuverslun að Suðurlandsvegi 1 á Hellu, eins og samningur þess við Kaupás segir til um.  Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða við Kaupás um hvenær Krónuverslun verði opnuð á Hellu. Samþykkt samhljóða. Þröstur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsvegar 1-3 ehf.

Bókun – Suðurlandsvegur 1-3, staða mála Read More »

Misskilningur leiðréttur

Vegna pistils fréttaritara í Rangárþingi eystra í Morgunblaðinu í dag 5. júní, þar sem fram kemur að nú ráði ríkjum framsóknarmenn og óháðir allt frá Hornafirði að Þjórsá hið minnsta, vil ég til að fyrirbyggja misskilning koma eftirfarandi á framfæri. Í Rangárþingi ytra náði Á-listinn meirihluta sem er að sönnu stórfrétt, en það er þverpólitískt

Misskilningur leiðréttur Read More »

Íhaldið fallið í Rangárþingi ytra

Stórtíðindi urðu í sveitarstjórnarmálunum í Rangárþingi ytra en þar missti Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta sinn. Á-listinn vann öruggan sigur. Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál fékk tæp 54% atkvæða eða 494 atkvæði og fjóra menn kjörna. D-listi sjálfstæðismanna fékk 360 atkvæði og þrjá menn kjörna. Á kjörskrá voru 1.086 en alls kusu 915, eða 84,25% sem er svipuð kjörsókn

Íhaldið fallið í Rangárþingi ytra Read More »

Nýr framboðslisti samþykktur

Í dag var eftirfarandi framboðslisti samþykktur hjá Á-listanum í Rangárþingi ytra. Guðfinna Þorvaldsdóttir, listakona/markaðsstj. Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur Magnús Hrafn Jóhannsson, líffræðingur Steindór Tómasson, umsj.maður fasteigna Ólafur E. Júlíusson, byggingatæknifræðingur Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, matráður/bóndi Gunnar Aron Ólason, rafvirkjanemi Kristín Bjarnadóttir, viðsk.fr./múraram. Guðjón Gestsson, nemi Jóhann Björnsson, kjötiðnaðarmaður Jóhanna Hlöðversdóttir, nemi H.Í. Sigfús Davíðsson, húsvörður/kennari Yngvi

Nýr framboðslisti samþykktur Read More »