Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn og öll eru þau reiðubúin til að vinna af krafti fyrir sveitarfélagið með hagsmuni allra að leiðarljósi, eins og segir í tilkynningu. Af þeim fjórtán sem bjóða sig fram hafa átta verið áður í framboði fyrir Á-listann, þar af fimm sem hafa setið í sveitarstjórn Rangárþings ytra. Opinn fundur verður haldinn laugardaginn 28. apríl kl. 11:00-13:00 í kjallara Miðjunnar á Hellu þar sem fólki gefst tækifæri á að spjalla við frambjóðendur og ræða áherslumál sín.
Framboðslistann skipa eftirtalin:
- Margrét Harpa Guðsteinsdóttir
- Steindór Tómasson
- Yngvi Harðarson
- Yngvi Karl Jónsson
- Jóhanna Hlöðversdóttir
- Magnús H. Jóhannsson
- Sigdís Oddsdóttir
- Guðbjörg Erlingsdóttir
- Bjartmar Steinn Steinarsson
- Arndís Fannberg
- Anna Vilborg Einarsdóttir
- Borghildur Kristinsdóttir
- Jónas Fjalar Kristjánsson
- Margrét Þórðardóttir