Svohljóðandi var bókað á fundi Byggðarráðs 18. júlí 2022:
” Í fjárhagsáætlun 2022-2025 var gert ráð fyrir að rekstri frystihólfa væri hætt frá og með
hausti 2022 og var lagt upp með að notendum yrði kynnt fyrirhuguð lokun í upphafi árs
2022. Í ljósi þess að sú kynning hefur ekki farið fram þá verður rekstri frystihólfanna
haldið áfram. Ljóst er að búnaðurinn er orðinn gamall og óvíst hversu lengi hann mun endast og því rekstraröryggi hólfanna ekki tryggt. Lagt til að byggðarráð leggi fram framtíðarfyrirkomulag á rekstri frystihólfanna á næsta reglulega fundi byggðarráðs.“
Sjá mál nr. 9: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/byggdarrad-rangarthings-ytra/921