Hver er staðan?

Við höfum fengið spurningar um hver staðan sé núna eftir kosningar og hvað sé framundan. Staðan akkúrat núna er þannig að ennþá er “gamla” sveitarstjórnin við störf og verður síðasti fundur hennar í næstu viku. Nýkjörin sveitarstjórn tekur ekki til starfa fyrr en fimmtán dögum eftir kjördag, sem er þá 29. maí næstkomandi. Þá fyrst […]

Hver er staðan? Read More »

Meirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra

Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál vann sögulegan sigur í kosningunum í Rangárþingi ytra og felldi meirihluta D-listans í spennandi kosningum. Aðeins munaði ellefu atkvæðum þegar talið hafði verið upp úr kössunum en kjörstjórn taldi atkvæðin sex sinnum, vegna þess hversu mjótt var á munum. Á-listinn fékk 493 atkvæði 50,6% atkvæða og fjóra menn kjörna og D-listi

Meirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra Read More »

Breytum til og verum fagleg

Nú þegar stutt er til kosninga langar mig til þess að þakka íbúum Rangárþings ytra fyrir hversu vel hefur verið tekið á móti frambjóðendum Á listans, en hann er framboð áhugafólks um sveitarstjórnarmál. Eitt það helsta sem fólk hefur haft skoðanir á er ráðning nýs sveitarstjóra. Stefna Á listans er að auglýsa eftir faglegum sveitastjóra

Breytum til og verum fagleg Read More »

Við getum gert betur í Rangárþingi ytra!

Á-listinn, sem er listi íbúa og óháður flokkapólitík, er nú að bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórða sinn í Rangárþingi ytra. Listinn fékk þrjá fulltrúa kjörna í sveitarstjórn í síðustu kosningum, starfar því í minnihluta sveitarstjórnar, og er ég að klára núverandi kjörtímabil sem oddviti listans. Ég er afar þakklát fyrir það traust sem

Við getum gert betur í Rangárþingi ytra! Read More »

Sjálfsögð þjónusta eða óþarfa þras?

Þessa dagana stöndum við á tímamótum. Við horfum fram á uppbyggingartímabil eftir afar langan erfiðleikakafla hjá okkur flestum á tímum heimsfaraldurs. Nú skiptir máli að halda rétt á spöðunum og grípa tækifærin þegar þau gefast. Húsnæðisskortur og hátt fasteignaverð  á höfuðborgarsvæðinu hefur orðið til þess að margir kjósa að flytja út á land og þó

Sjálfsögð þjónusta eða óþarfa þras? Read More »

Fréttatilkynning – Á-listinn í Rangárþingi ytra býður fram í fjórða sinn

Á-listinn í Rangárþingi ytra birtir hér með framboðslista sinn fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022 og býður þar með fram í fjórða sinn. Á listanum er fólk með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu úr atvinnulífinu og sveitarstjórnarmálum. Allir frambjóðendur eru búsettir í sveitarfélaginu og er listinn óháður hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Þannig teljum við hag sveitarfélagsins best borgið, með áherslum íbúanna

Fréttatilkynning – Á-listinn í Rangárþingi ytra býður fram í fjórða sinn Read More »

Falleinkunn í Rangárþingi ytra

Fulltrúar Á-lista í Rangárþingi ytra báru upp tillögu á fundi sveitarstjórnar þann 8. október síðastliðinn um að hefja beinar útsendingar frá sveitarstjórnarfundum um næstu áramót. Tilgangur tillögunnar var að færa stjórnsýsluna nær íbúum þannig að þeir geti horft og hlustað hvar sem er í rauntíma. Rangárþing ytra lagði nýlega út í tugi milljóna kostnað við 

Falleinkunn í Rangárþingi ytra Read More »

Staða byggingarsjóðs Lundar í árslok 2019

Úr ársreikningi Rangárþings ytra 2019 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur: Sveitarfélagið hefur staðið að byggingu hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar. Heimilið er rekið sem sjálfstæðstofnun en vistgjöldum er ætlað að standa undir rekstrarkostnaði þess. Gerð eru sérstök reikningsskil fyrirstofnunina Sveitarfélagið hefur ábyrgst yfirdráttarlán Byggingarsjóðs Lundar allt að 50,0 millj. kr. Staða yfirdráttarins í árslok2019 nemur 47,6 millj.

Staða byggingarsjóðs Lundar í árslok 2019 Read More »

Tillaga Á-lista um gjaldfrjáls mötuneyti

Fundur sveitarstjórnar Rangárþings ytra 21. júní 2018 Fulltrúar Á-lista í sveitarstjórn Rangárþings ytra leggja til að mötuneyti verði gjaldfrjáls fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins frá og með næstu áramótum. Margrét Harpa GuðsteinsdóttirSteindór TómassonYngvi Harðarson Tillögunni vísað til byggðarráðs til frekari greiningar og afgreiðslu frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða. Tilvísun: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/517 Fundur sveitarstjórnar 12. desember 2019

Tillaga Á-lista um gjaldfrjáls mötuneyti Read More »

Hverjar eru þínar áherslur?

Nú eru sveitarstjórnarkosningar framundan og gefst okkur íbúum þá tækifæri til að velja þá sem við treystum best til að fara með stjórn sveitarfélagsins næstu fjögur árin. Á-listinn í Rangárþingi ytra býður fram öflugan hóp, sem samanstendur af ólíku fólki með brennandi áhuga á málefnum sveitarfélagsins. Hóp sem vill vinna að því að móta skýra

Hverjar eru þínar áherslur? Read More »

Má bjóða þér í kaffi?

Ég er best við eldhúsborðið, helst með kaffibolla í hönd, þá hef ég öll svörin. Ég er ótrúlega bjartsýn og finnst að það hljóti að vera til lausnir við öllum vandamálum. Sumar lausnir eru erfiðar, ennþá erfiðara að framkvæma þær og sjaldan eru allir á eitt sáttir um að lausnin sé hin eina rétta. Við

Má bjóða þér í kaffi? Read More »

Margrét Harpa leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra

Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Á framboðslistanum eru íbúar með fjölbreyttan bakgrunn og öll eru þau reiðubúin til að vinna af krafti fyrir sveitarfélagið með hagsmuni allra að leiðarljósi, eins og segir í tilkynningu. Af þeim fjórtán

Margrét Harpa leiðir Á-listann í Rangárþingi ytra Read More »

Samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórn

„Það er frábært að búa hérna. Hér er fullt af tómstundum og íþróttastarfi fyrir börn og fullorðna. Leikskólagjöldin eru með þeim lægstu á landinu og næg vinna fyrir þá sem vilja vinna,“ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarkona í Lambhaga á Rangárvöllum. Margrét og Ómar Helgason reka ásamt öðrum eitt stærsta nautgripabú landsins og

Samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórn Read More »

Skólasvæðið á hellu – Tímalína og helstu upplýsingar

11. apríl 2018 – Sveitarstjórn Fulltrúar Á-lista bóka í sveitarstjórn vegna máls nr. 1803008 :“Þrúðvangur 18 – Möguleg kaup (Fannbergshúsið) : Fulltrúar Á-lista eru sannarlega fylgjandi því að tryggt sé leikskólapláss fyrir öll börn í sveitarfélaginu 12 mánaða og eldri sem þess óska, en telja að greina þurfi fyrirliggjandi þörf og framboð á leikskólarými í

Skólasvæðið á hellu – Tímalína og helstu upplýsingar Read More »

Á-listinn leggur fram tillögu að mótun heildstæðrar stefnu í orku- umhverfis- og auðlindamálum

Tillaga Á-lista: Fulltrúar Á-lista leggja til að myndaður verði starfshópur til að móta heildstæða stefnu í orku- umhverfis- og auðlindamálum fyrir sveitarfélagið og liggi skipan hans fyrir á næsta reglulega fundi sveitarstjórnar. Hópurinn skili tillögum sínum til sveitarstjórnar fyrir árslok 2015. Greinargerð: Nýting auðlinda er mikilvægt og stórt mál og kallar á alhliða stefnumótun í

Á-listinn leggur fram tillögu að mótun heildstæðrar stefnu í orku- umhverfis- og auðlindamálum Read More »

Tillaga Á-lista – Móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra

Á fundi sveitarstjórnar þann 10. júní 2015 lögðu fulltrúa Á-lista fram tillögu um að gerð yrði móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra og útbúið kynningarefni m.a. um hvað sveitarfélagið hefur uppá að bjóða, bæði í þjónustu sem og félagsstarfi. Sjá hér undir lið nr. 5: https://www.ry.is/is/stjornsysla/stjornsysla/fundargerdir/sveitarstjorn-rangarthings-ytra/110 Tillagan var samþykkt samhljóða og sveitarstjóra falið að

Tillaga Á-lista – Móttökuáætlun fyrir nýja íbúa í Rangárþingi ytra Read More »

Yngvi Karl leiðir Á-listann

Yngvi Karl Jónsson, forstöðumaður á Geldingalæk, mun leiða Á-listann í Rangárþingi ytra í komandi sveitarstjórnarkosningum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, matráður og bóndi í Lambhaga er í 2. sæti. Búið er að raða niður í sex efstu sæti listans en Á-listinn fékk tæp 60% atkvæða í kosningunum 2010 og var í meirihluta allt þar til Margrét Ýrr

Yngvi Karl leiðir Á-listann Read More »

Á-listinn býður fram í vor

Á fundi fulltrúa Á-listans í Rangárþingi ytra í vikunni var staðfest að listinn muni bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í vor. Listinn fékk fjóra menn kjörna í síðustu kosningum. Þetta kemur fram á Facebooksíðu listans. Einhugur ríkti á fundinum og mikill áhugi er á að halda áfram að vinna að málefnum sveitarfélagsins með þeirri hugmyndafræði sem er grundvöllur

Á-listinn býður fram í vor Read More »

Á-listinn vill víkja Drífu frá störfum

Minnihlutinn í Á-listanum í Rangárþingi ytra vill að Drífu Hjartardóttur, sveitarstjóra, verði vikið tímabundið frá störfum á meðan rannsökuð er ástæða uppsagnar starfsmanns á skrifstofu sveitarfélagsins. Tillagan minnihlutans var sett fram vegna bréfs sem barst sveitarstjórn frá fimm starfsmönnum á skrifstofu Rangárþings ytra vegna uppsagnar starfsmanns á skrifstofunni. Starfsmaðurinn er varafulltrúi Á-listans í hreppsnefndinni og

Á-listinn vill víkja Drífu frá störfum Read More »