Nýr sveitarstjóri ráðinn í Rangárþingi ytra

Jón G. Valgeirsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Rangárþings ytra. Jón er fæddur og uppalinn í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi og er 54 ára. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur verið starfandi sveitarstjóri á Suðurlandi síðustu 15 ár. Jón hefur því mikla reynslu af málefnum og stjórnsýslu sveitarfélaga, auk þess að hafa komið að og stýrt […]

Nýr sveitarstjóri ráðinn í Rangárþingi ytra Read More »

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag, 22. júní, tók sveitarstjórn ákvörðun um að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi Grunnskólans á Hellu. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir að bæta stöðugildinu við og taldi stjórn Odda þörf þá að verða við þeirri beiðni. Þetta málefni uppfyllir eitt af áherslumálum Á-listans sem kynnt voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um að “efla sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum”.

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi Read More »

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra Read More »

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar næsta fimmtudag verður lögð fram tillaga um að sýna beint frá sveitarstjórnarfundum. Einnig verður sett á fót nýtt fundarform sem gerir ráð fyrir því að sá sem hefur orðið hverju sinni mæli úr ræðupúlti. Þannig verði fundirnir skilvirkari og faglegri auk þess sem áhorfendur heyra betur í þeim sem tala hverju

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla Read More »

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar – Fundarboð

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar hefur nú verið boðaður og verður hann haldinn fimmtudaginn 9. Júní kl. 08.15. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins en m.a. erum við með til umfjöllunar tillögu um að leggja af stað í ráðningarferli á nýjum sveitarstjóra þar sem öllum gefst kostur á að sækja um. Einnig liggur fyrir fundinum tillaga um að skipa í byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu. Að lokum erum við einnig með tillögu um að leggja til að fundir sveitarstjórnar verði sendir út í beinni útsendingu. Þessi málefni eru öll í samræmi við breyttar áherslur okkar í þessum málaflokkum. Skemmtilegir tímar framundan í Rangárþingi ytra!

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar – Fundarboð Read More »

Samningur um fullnaðarhönnun staðfestur

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 25. maí 2022 var lagður fram til staðfestingar hönnunarsamningur við VSÓ Ráðgjöf ehf um verkfræðihönnun við 2. áfanga nýrrar skólabyggingar Grunnskólans á Hellu. Samningurinn hljóðar upp á 70.037.742 kr. m. vsk og rúmast innan fjárhagsáætlunar. Áfangi 2 er nýbygging á tveimur hæðum, um 2465 m2. Breyting á eldri byggingum

Samningur um fullnaðarhönnun staðfestur Read More »

Rangárþing ytra fær 55,2 milljónir í styrk

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða árið 2022 hefur nú úthlutað styrk til sveitarfélagsins Rangárþings ytra vegna hönnunar og framkvæmdar í samræmi við deiluskipulag við Fossabrekkur. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að auka öryggi allra vegfarenda, bæta aðgengi að náttúru, vernda náttúru og ásýnd svæðisins, stuðla að upplifun sem byggist á náttúrufegurð og staðaranda, fræða vegfarendur um náttúru og sögu

Rangárþing ytra fær 55,2 milljónir í styrk Read More »

Rangárþing ytra svarar ekki fyrirspurn frá forsætisráðuneytinu

Í frétt á mbl.is um nýja skýrslu Katrínar Jakobsdóttur um tekjur af nýtingu þjóðlendna kemur m.a. fram að hartnær 89% aðspurðra sveitarfélaga svöruðu fyrirspurn Forsætisráðuneytisins eða 34 sveitarfélög. Einungis fjögur sveitarfélög svöruðu ekki fyrirspurninni og var Rangárþing ytra eitt þeirra. Óskað var eftir þessum upplýsingum í byrjun árs 2022. Fréttin er hér fyrir neðan: Tekj­ur

Rangárþing ytra svarar ekki fyrirspurn frá forsætisráðuneytinu Read More »

Dómsniðurstöðu áfrýjað til landsréttar

Hinn 3. júní 2020 höfðaði Smíðandi ON ehf. mál á hendur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. Af hálfu stefnanda var í málinu gerð krafa um viðurkenningu á rétti til skaðabóta úr hendi stefnda, vatnsveitunnar, vegna missis hagnaðar sem hlaust af því að tilboði Smíðanda ON í stækkun Lækjarbotnavatsnveitu hinn 24. apríl 2019 var ekki

Dómsniðurstöðu áfrýjað til landsréttar Read More »

Engin tilboð bárust í 1. áfanga skólabyggingar á Hellu

Þann 22.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið “1. áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu viðbygging við Grunnskólann”. Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10. maí kl. 10.00 en engin tilboð bárust. Í ljósi þeirrar niðurstöðu lagði sveitastjórn til að brjóta niður verkefnið eftir fagsviðum og leita tilboða meðal verktaka

Engin tilboð bárust í 1. áfanga skólabyggingar á Hellu Read More »

Að loknum kosningum

Að afloknum sveitarstjórnarkosningum þökkum við fulltrúar Á listans í Rangárþingi ytra íbúum það traust sem okkur var sýnt. Okkar stefna í aðdraganda kosninga var einföld; að vera heiðarleg, vera fagleg og hafa gaman að verkefninu, og ekki síst að ná markmiðum Á-listans sem kynnt voru í stefnumálabæklingi. Okkur hefur gengið vel að tala við fólk

Að loknum kosningum Read More »

Hver er staðan?

Við höfum fengið spurningar um hver staðan sé núna eftir kosningar og hvað sé framundan. Staðan akkúrat núna er þannig að ennþá er “gamla” sveitarstjórnin við störf og verður síðasti fundur hennar í næstu viku. Nýkjörin sveitarstjórn tekur ekki til starfa fyrr en fimmtán dögum eftir kjördag, sem er þá 29. maí næstkomandi. Þá fyrst

Hver er staðan? Read More »

Meirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra

Á-listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál vann sögulegan sigur í kosningunum í Rangárþingi ytra og felldi meirihluta D-listans í spennandi kosningum. Aðeins munaði ellefu atkvæðum þegar talið hafði verið upp úr kössunum en kjörstjórn taldi atkvæðin sex sinnum, vegna þess hversu mjótt var á munum. Á-listinn fékk 493 atkvæði 50,6% atkvæða og fjóra menn kjörna og D-listi

Meirihlutinn fallinn í Rangárþingi ytra Read More »

Breytum til og verum fagleg

Nú þegar stutt er til kosninga langar mig til þess að þakka íbúum Rangárþings ytra fyrir hversu vel hefur verið tekið á móti frambjóðendum Á listans, en hann er framboð áhugafólks um sveitarstjórnarmál. Eitt það helsta sem fólk hefur haft skoðanir á er ráðning nýs sveitarstjóra. Stefna Á listans er að auglýsa eftir faglegum sveitastjóra

Breytum til og verum fagleg Read More »