Hjólabrettasvæði í uppsetningu á Hellu

Eins og sumir hafa nú þegar tekið eftir er verið að setja upp hjólabrettasvæði á afmörkuðu svæði á bílastæði við sparkvöllinn sunnan við íþróttahúsið á Hellu. Takmarkið með þessari aðgerð er að koma búnaði sem hefur verið keyptur í hjólabrettagarðinn í virkni sem fyrst með hagkvæmum og skilvirkum hætti. Þessi staðsetning er hugsuð til bráðabirgða en […]

Hjólabrettasvæði í uppsetningu á Hellu Read More »

Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra stofnaður

Hlutverk faghópsins er að vinna stefnu og koma með hugmyndir að því hvernig útiíþróttaaðstaða í Rangárþingi ytra á að byggjast upp, ásamt því að koma með grófa kostnaðaráætlun á hugmyndum. Faghópurinn skal skila af sér lokaskýrslu fyrir 1. nóvember 2022.

Vinnuhópur um framtíðarskipulag íþróttavallasvæða í Rangárþingi ytra stofnaður Read More »

„Okkur fannst þetta bara frekja“

Land­eig­andi í Rangárþingi ytra seg­ir fjar­skipta­fyr­ir­tækið Ljós­leiðarann hafa sýnt af sér frekju í verk­efni sínu við ljós­leiðara­lögn milli Þjórsár og Hóls­ár og plæg­ingu ljós­leiðara­strengs um Þykkvabæ. Tel­ur hann að fyr­ir­tækið hafi átt að taka sam­tal við land­eig­end­ur við gerð samn­ings sem þeir fengu send­an vegna lagn­ing­ar ljós­leiðarans. „Fyr­ir það fyrsta er þetta svo ein­hliða. Þarna

„Okkur fannst þetta bara frekja“ Read More »

Rekstur frystihólfa í Þykkvabæ heldur áfram

Svohljóðandi var bókað á fundi Byggðarráðs 18. júlí 2022: ” Í fjárhagsáætlun 2022-2025 var gert ráð fyrir að rekstri frystihólfa væri hætt frá og meðhausti 2022 og var lagt upp með að notendum yrði kynnt fyrirhuguð lokun í upphafi árs2022. Í ljósi þess að sú kynning hefur ekki farið fram þá verður rekstri frystihólfannahaldið áfram.

Rekstur frystihólfa í Þykkvabæ heldur áfram Read More »

Nýr sveitarstjóri ráðinn í Rangárþingi ytra

Jón G. Valgeirsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Rangárþings ytra. Jón er fæddur og uppalinn í Þverspyrnu í Hrunamannahreppi og er 54 ára. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur verið starfandi sveitarstjóri á Suðurlandi síðustu 15 ár. Jón hefur því mikla reynslu af málefnum og stjórnsýslu sveitarfélaga, auk þess að hafa komið að og stýrt

Nýr sveitarstjóri ráðinn í Rangárþingi ytra Read More »

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi

Á fundi sveitarstjórnar síðastliðinn miðvikudag, 22. júní, tók sveitarstjórn ákvörðun um að bæta við stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa fyrir skólaárið 2022-2023 til að mæta þörf á auknum stuðningi við nemendur á yngsta stigi Grunnskólans á Hellu. Stjórnendur Grunnskólans á Hellu óskuðu eftir að bæta stöðugildinu við og taldi stjórn Odda þörf þá að verða við þeirri beiðni. Þetta málefni uppfyllir eitt af áherslumálum Á-listans sem kynnt voru í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna um að “efla sérkennslu og stuðning í leik- og grunnskólum”.

Stöðugildi sérkennara/þroskaþjálfa bætt við á yngsta stigi Read More »

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra

Sveitarstjórn Rangárþings ytra fundaði í dag að Suðurlandsvegi 1-3 á Hellu og var það í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá staðfundi sveitarstjórnar. Þetta eru tímamót og í samræmi við breyttar áherslur sem Á-listinn boðaði fyrir kosningar m.a. með opnari stjórnsýslu og betra aðgengi allra að henni.

Fyrsta beina útsendingin frá staðfundi sveitarstjórnar í Rangárþingi ytra Read More »

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla

Á fyrsta fundi sveitarstjórnar næsta fimmtudag verður lögð fram tillaga um að sýna beint frá sveitarstjórnarfundum. Einnig verður sett á fót nýtt fundarform sem gerir ráð fyrir því að sá sem hefur orðið hverju sinni mæli úr ræðupúlti. Þannig verði fundirnir skilvirkari og faglegri auk þess sem áhorfendur heyra betur í þeim sem tala hverju

Beinar útsendingar – Bætt stjórnsýsla Read More »

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar – Fundarboð

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar hefur nú verið boðaður og verður hann haldinn fimmtudaginn 9. Júní kl. 08.15. Fjölmörg mál eru á dagskrá fundarins en m.a. erum við með til umfjöllunar tillögu um að leggja af stað í ráðningarferli á nýjum sveitarstjóra þar sem öllum gefst kostur á að sækja um. Einnig liggur fyrir fundinum tillaga um að skipa í byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu. Að lokum erum við einnig með tillögu um að leggja til að fundir sveitarstjórnar verði sendir út í beinni útsendingu. Þessi málefni eru öll í samræmi við breyttar áherslur okkar í þessum málaflokkum. Skemmtilegir tímar framundan í Rangárþingi ytra!

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar – Fundarboð Read More »

Samningur um fullnaðarhönnun staðfestur

Á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 25. maí 2022 var lagður fram til staðfestingar hönnunarsamningur við VSÓ Ráðgjöf ehf um verkfræðihönnun við 2. áfanga nýrrar skólabyggingar Grunnskólans á Hellu. Samningurinn hljóðar upp á 70.037.742 kr. m. vsk og rúmast innan fjárhagsáætlunar. Áfangi 2 er nýbygging á tveimur hæðum, um 2465 m2. Breyting á eldri byggingum

Samningur um fullnaðarhönnun staðfestur Read More »

Rangárþing ytra fær 55,2 milljónir í styrk

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða árið 2022 hefur nú úthlutað styrk til sveitarfélagsins Rangárþings ytra vegna hönnunar og framkvæmdar í samræmi við deiluskipulag við Fossabrekkur. Helstu markmið deiliskipulagsins eru að auka öryggi allra vegfarenda, bæta aðgengi að náttúru, vernda náttúru og ásýnd svæðisins, stuðla að upplifun sem byggist á náttúrufegurð og staðaranda, fræða vegfarendur um náttúru og sögu

Rangárþing ytra fær 55,2 milljónir í styrk Read More »

Rangárþing ytra svarar ekki fyrirspurn frá forsætisráðuneytinu

Í frétt á mbl.is um nýja skýrslu Katrínar Jakobsdóttur um tekjur af nýtingu þjóðlendna kemur m.a. fram að hartnær 89% aðspurðra sveitarfélaga svöruðu fyrirspurn Forsætisráðuneytisins eða 34 sveitarfélög. Einungis fjögur sveitarfélög svöruðu ekki fyrirspurninni og var Rangárþing ytra eitt þeirra. Óskað var eftir þessum upplýsingum í byrjun árs 2022. Fréttin er hér fyrir neðan: Tekj­ur

Rangárþing ytra svarar ekki fyrirspurn frá forsætisráðuneytinu Read More »

Dómsniðurstöðu áfrýjað til landsréttar

Hinn 3. júní 2020 höfðaði Smíðandi ON ehf. mál á hendur Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps bs. Af hálfu stefnanda var í málinu gerð krafa um viðurkenningu á rétti til skaðabóta úr hendi stefnda, vatnsveitunnar, vegna missis hagnaðar sem hlaust af því að tilboði Smíðanda ON í stækkun Lækjarbotnavatsnveitu hinn 24. apríl 2019 var ekki

Dómsniðurstöðu áfrýjað til landsréttar Read More »

Engin tilboð bárust í 1. áfanga skólabyggingar á Hellu

Þann 22.4.2022 var auglýst á útboðsvefnum og á heimasíðu Rangárþings ytra útboðið “1. áfangi uppbyggingar skólasvæðisins á Hellu viðbygging við Grunnskólann”. Boðað var til opnunarfundar að Suðurlandsvegi 1 þriðjudaginn 10. maí kl. 10.00 en engin tilboð bárust. Í ljósi þeirrar niðurstöðu lagði sveitastjórn til að brjóta niður verkefnið eftir fagsviðum og leita tilboða meðal verktaka

Engin tilboð bárust í 1. áfanga skólabyggingar á Hellu Read More »